Skráning

Skráningu og greiðslu þátttökugjalda lýkur kl. 20:00 þann 1. ágúst.  Athugið að ef skráning á sér stað eftir 20. júlí er ekki hægt að tryggja að viðkomandi hlaupari fái merktan hlaupabol. Hámarksfjöldi í hlaupið er 250 manns, óháð hlaupaleið.

Verð fram til og með 1. júní:

         Hlaup frá Dettifossi:         kr.  13.500

         Hlaup frá Hólmatungum:   kr. 12.500

         Hlaup frá Hljóðaklettum:   kr.  9.500

Verð ef skráð er 2. júní og síðar:

         Hlaup frá Dettifossi:         kr. 17.500

         Hlaup frá Hólmatungum:   kr. 15.500

         Hlaup frá Hljóðaklettum:   kr. 12.500

 Ef afskráning í hlaupið á sér stað fyrir 1. ágúst, þá fæst 50% þátttökugjalds endurgreitt. Eftir það verður þátttökugjaldið ekki endurgreitt.

INNIFALIÐ Í SKRÁNINGARGJALDI

  • Hlaupabolur, minningagripur úr héraði, útdráttarverðlaun og sérverðlaun.
  • Rútuferðir frá Ásbyrgi að rásstað. Ath. að fara verður með fjallarútum að Dettifossi.
  • Tímataka og númer.
  • Brautarmerking, leiðarlýsing og upplýsingagjöf.
  • Vatn, orkudrykkur og bananar á leiðinni.
  • Ávextir, vatn, orku- og gosdrykkir í marki.
  • Brautar- og öryggisgæsla á leiðinni.
  • Flutingur fyrir þá sem ekki komast á leiðarenda.
  • Læknir, sjúkrabíll og hjúkrunarfólk í Ásbyrgi.

SVEITAKEPPNI

Í Jökulsárhlaupi er ein sveitakeppni sem er óháð hlaupavegalengd og kyni hlaupara. Hægt er að skrá þriggja til fimm manna lið til leiks. Hver hlaupari í sveitinni fær stig sem samsvarar sætisnúmeri hans í hlaupinu (eftir kyni og hlaupaleið). Heildarstig sveitar er svo samanlögð stig þeirra þriggja hlaupara sveitarinnar sem ná lægstum stigum. Það lið sem fær lægstu heildarstigin er sigurvegari. Verði tvö lið jöfn ræður hlutkesti.

Dæmi: Fimm manna sveit inniheldur eftirtalda keppendur: Kona í 12. sæti í Dettifosshlaupi (12 stig) Karl í 6. sæti í Hólmatunguhlaupi (6 stig) Kona í 6. sæti í Hólmatunguhlaupi (6 stig) Konu sem sigrar Hljóðaklettahlaupið (1 stig) Karl í 4. sæti í Hljóðaklettahlaupi (4 stig) Heildarstig sveitar eru þá 1 + 4 + 6 = 11 stig.