ÞJÓNUSTA

Aðstandendur hlaupsins leggja metnað sinn í að hlauparar geti notið hlaupadagsins til fulls og innifalið í skráningargjaldinu er margskonar þjónusta. Rútur flytja hlaupara að upphafsstað. Á hlaupaleiðinni eru níu drykkjarstöðvar auk þess sem ferskir ávextir og gosdrykkir eru í boði í marki. Leiðin er vel merkt og öryggisgæsla er þar sem hlaupaleiðin fer fram hjá gljúfurbörmum eða önnur ástæða þykir til.

 • drykkjarstodvar
  Á hverri hlaupaleið er boðið upp á drykki (vatn og Gatorade orkudrykk) á u.þ.b. 5 km millibili. Staðsetning drykkjarstöðva eftir hlaupaleið er talin upp hér fyrir neðan.

  Dettifoss - Ásbyrgi /Hólmatungur - Ásbyrgi / Hljóðaklettar - Ásbyrgi

  • Við Dettifoss (upphaf hlaupaleiðar) kort af leiðinni hér
  • Bílastæði við Hólmatungur **
  • Bílastæði við Hljóðakletta **
  • Vestan Rauðhóla ***
  • Við Klappir (Ásbyrgisbotn) ***
  • Við Tófugjá (austan megin á barmi Ásbyrgis). Hér er líka boðið upp Pepsi ***
  • Við endamark - vatn, Gatorade, gos, bananar og vatnsmelónur ***
 • oryggis

  Einn á brúninni

  Öll hlaupin þrjú eru hlaupin eftir stígakerfi Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum. Allir stígar eru stikaðir og eru stikurnar grænar með gulum toppi. Á hlaupadag eru settar upp aukamerkingar við gatnamót þannig að ætíð er skýrt fyrir hlaupara hvaða stíg á að fylgja.

  Öryggisgæsla er þar sem hlaupaleiðin fer fram hjá gljúfurbörmum eða önnur ástæða þykir til. Einnig reka eftirfarar hópinn og fylgja eftir síðustu hlaupurum.

  .

 • heilsugaesla

  Læknir og hjúkrunarfólk

  Í Ásbyrgi verður hjúkrunarfólk, læknir og sjúkrabíll til staðar. Í sögu Jökulsárhlaupsins hafa engin alvarleg óhöpp átt sér stað. Helstu áhættuþættirnir eru að fólk hrasi eða verði fyrir vökvatapi. Seinna atriðið er hægt að fyrirbyggja með því að drekka vel meðan á hlaupinu stendur og strax eftir hlaup.

 • veitngar
  Fyllum á tankinn !

  Í markinum eru ýmsar veitingar í boði fyrir þátttakendur, þar verður hægt að nálgast  ferska ávexti, orkudrykki og gos.

   


 • verdluan
  Verðlaun-Verðlaun-Verðlaun

  Að loknu hlaupi eru veitt margvísleg verðlaun fyrir afrek dagsins.

  • Allir þáttakendur fá minningargrip úr héraði þegar þeir koma í mark.
  • Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í hverri vegalengd.
  • Sérverðlaun eru veit fyrir fyrstu hlaupara karla og kvenna í hverri vegalengd.
  • Allir hlauparar eiga síðan möguleika á að fá vegleg útdráttarverðlaun
  Verðlaunaafhending hefst eins fljótt og auðið er við Gljúfrastofu í Ásbyrgi (í síðasta lagi um kl. 17.00).