Sjálfboðaliðar

sjalfbodalidar

Það er í mörg horn að líta þegar um svona stórt hlaup eins og Jökulsárhlaupið  er um að ræða. All flest vinnan við hlaupið, undirbúning þess og vinnan á sjálfan hlaupadaginn er unnin í sjálfboðavinnu. Ánægjulegt er að segja frá því að flestir sjálfboðaliðarnir eru meira en viljugir til að hjálpa til ár eftir ár.

Hér eru dæmi um verkefni sem sjálfboðaliðar leysa rétt fyrir og á hlaupadaginn sjálfan:

  • Að útbúa og útdeila "hlaupapökkum" (sem innihalda rásnúmer, bol, upplýsingar um hlaupið, grillmiði o.fl)
  • Brynnarar. Á hverri drykkjarstöð eru 4-6 brynnarar sem sjá um að koma öllum þeim drykkjum sem hlaupurum standa til boða á hverja stöð. Síðan "brynna" þeir hverjum hlauparanum á fætum öðrum með bros á vör.
  • "Niðurskurður" á ávöxtum sem eru í boði í markinu.
  • Móttaka hlaupara sem koma í mark (taka þarf afrifu af rásnúmeri hvers hlaupara og afhenda þátttökupeninga)
Næst þegar þú kemur í hlaupið og hittir fyrir manneskju í gulu vesti er því ekki galið að kasta á viðkomandi kveðju og segja " Takk fyrir aðstoðina í dag" :)

Styrktaraðilar

  • logodanwww1
  • fjallalamblogo.fw
  • nordurthing.fw
  • vatnavatna