Skráning í Jökulsárhlaup 2024 hefst klukkan 12, 1. mars 2024

Næsta hlaup verður haldið 10. ágúst 2024 eftir :

0

Daga/Days

0

Klst./Hours

0

Mínútur/Minutes

0

Sekúndur/Sec

Helstu Upplýsingar

Smelltu á viðeigandi flipa hér að neðan til að nálgast það helsta sem þú þarft að vita um hlaupið

Jökulsárhlaup er stígahlaup (trail run) sem notið hefur mikilla vinsælda frá upphafi. Hlaupið er alfarið innan Vatnajökulsþjóðgarðs og lýtur því reglum hans. Það er ekki sjálfgefið að leyfi fáist fyrir viðburði eins og Jökulsárhlaupi innan þjóðgarðs. Til að svona stór viðburður gangi upp innan fjölsótts ferðamannastaðar er mikilvægt að allir þátttakendur fylgi þessum reglum og sýni góða háttsemi í hvívetna. Stöndum saman að því að halda Jökulsárhlaupi í hópi fyrirmyndarhlaupa.

Jökulsárhlaup – reglur:

  • Skráning

Með skráningu í Jökulsárhlaup, afsala keppendur sér öllum rétti til að krefjast skaðabóta frá Jökulsárhlaupi eða samstarfsaðilum þess vegna meiðsla, veikinda eða slysa sem aðilar gætu orðið fyrir vegna þátttöku í hlaupinu.

Með skráningu skuldbinda þátttakendur sig til að fara eftir þessum reglum um Jökulsárhlaup.

Skráning í Jökulsárhlaup er bindandi. Enginn hluti þátttökugjaldsins fæst endurgreiddur ef skráður einstaklingur getur ekki tekið þátt af einhverjum ástæðum, s.s. vegna veikinda eða meiðsla.

Nafnabreytingar eru ekki heimilar í Jökulsárhlaupi.

Skráðum keppendum er heimilt að breyta um hlaupaleið og skal það gert að lágmarki viku fyrir hlaup. Vilji keppandi færa sig í lengri hlaupaleið þarf hann að greiða mismun á verði hlaupaleiðanna.

Ef svo ólíklega vill til að fella þurfi hlaupið niður fyrirfram hefur framkvæmdaraðili heimild til að halda eftir allt að 50% af gjaldinu til að mæta kostnaði við undirbúning hlaupsins.

Við skráningu veitir keppandi samþykki sitt fyrir því að nafn viðkomandi verði skráð í listum yfir þátttakendur og úrslit. Þessi gögn eru gerð opinber og aðgengileg á vefnum/netinu í leitarhæfu formi. Þessir listar geta innihaldið upplýsingar um aldur og félag viðkomandi, sem og árangur í hlaupinu.

Í Jökulsárhlaupi eru ljósmyndarar á keppnissvæðinu. Myndirnar gætu verið notaðar í markaðslegum tilgangi s.s. í auglýsingum og markaðsherferðum. Við skráningu samþykkir keppandi að myndir og kvikmyndir af viðkomandi úr keppninni eða viðburðum tengdum henni séu settar á vefsvæði hlaupsins, samfélagsmiðla og aðra miðla keppnishaldara s.s. tímarit, dagblöð og hverskonar útgáfur og markaðsefni, jafnvel af þriðja aðila samkvæmt samningi við hlaupið og öðrum lögum og reglum. Þeir keppendur sem setja sig upp á móti slíkri notkun þurfa að tilkynna það með skilaboðum neðst á þessari síðu.

  • Hlaupaleið og umgengni

Hlaupaleiðin er eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs. Fylgja verður merktri leið og óheimilt er að hlaupa utan stíga.

Óheimilt er að kasta frá sér rusli á leiðinni. Sé drykkur í boði í glösum á drykkjarstöðvum á vegum hlaupsins má ekki taka þau með sér heldur skal skila þeim í ruslapoka eða til starfsmanna stöðvanna eftir að drukkið er úr þeim. Þeir sem nota orkugel á leiðinni þurfa að tryggja að þau losni ekki úr drykkjarbelti. Eitt bréf á hlaupaleiðinni er of mikið.

  • Öryggi

Þátttakendur þurfa að tryggja að þeir séu bæði andlega og líkamlega undirbúnir fyrir þá hlaupaleið og vegalengd sem þeir ætla að fara.

Þátttakendur sem neyðast til að hætta í hlaupinu vegna veikinda eða meiðsla þurfa að gefa sig fram við starfsfólk á næstu drykkjarstöð þaðan sem þeim verður komið í Ásbyrgi.

Þátttakendum sem ekki ná tímamörkum í Hljóðaklettum teljast hafa lokið þátttöku og verður ekið niður í Ásbyrgi. Tímamörk í Hljóðaklettum eru 3 klst. frá ræsingu við Dettifoss og 2 klst. frá ræsingu við Hólmatungur. Þeir sem ekki fylgja þessum tilmælum teljast ekki lengur þátttakendur í hlaupinu og hafa ekki rétt til þjónustu þess, né heldur fást tímar þeirra skráðir.

Tveir eftirfarar fylgja aftasta hlaupara frá Dettifossi að marki auk þess sem björgunarsveit og bráðaliðar verða á svæðinu.

  • Keppnisreglur

Þátttakendur þurfa að hafa hlaupanúmer sýnilegt framan á sér. Tímatökuflaga er á hlaupanúmerinu og því verður að festa það framan á maga eða læri.

Þátttakanda er óheimilt að þiggja utanaðkomandi aðstoð einhvers sem ekki er skráður þátttakandi eða starfsmaður hlaupsins nema í neyðartilvikum.

Þátttakendum ber að taka tillit til annarra hlaupara sem og gesta þjóðgarðsins.

Þátttakendur skulu sýna öllum starfsmönnum hlaupsins kurteisi og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra.

Þegar þátttakendur hafa lokið hlaupi er þeim ekki leyfilegt að fara aftur út á braut til þess að hlaupa með öðrum þátttakendum.

Slökkt verður á tímatökubúnaði 5 klst. eftir ræsingu við Dettifoss. Tímar þeirra sem koma í mark eftir það fást ekki skráðir í hlaupinu.

  • Réttur keppnishaldara

Keppnishaldari er ekki ábyrgur fyrir utanaðkomandi áhrifum á hlaupara. Það á við um veður, náttúruhamfarir, umferð fólks og farartækja eða annað óvænt sem getur haft áhrif á þátttakendur

Keppnishaldari getur vísað frá keppni hverjum þeim sem fara ekki eftir reglum hlaupsins.

Keppnishaldari er ekki ábyrgur fyrir veikindum eða slysum þátttakenda, til og frá keppnisstað og meðan á hlaupi stendur. Þátttakendur eru hvattir til að leita aðstoðar starfsmanna hlaupsins ef slys eða veikindi koma upp.

Þátttakendur eru alltaf á eigin ábyrgð þrátt fyrir að þeir þiggi aðstoð starfsmanna hlaupsins.

Keppnishaldari áskilur sér rétt til að aflýsa hlaupinu með stuttum fyrirvara vegna veðurs eða annarra ófyrirsjáanlegra ástæðna sem geta skapað hættu fyrir þátttakendur og starfsmenn.

Í Jökulsárhlaupinu er hægt að velja um þrjár vegalengdir: 32,7 km, 21,2 km og 13 km. Lengsta leiðin byrjar við Dettifoss. Millivegalengdin leggur af stað frá Hólmatungum og stysti leggurinn byrjar við Hljóðakletta. Öll hlaupin enda í Ásbyrgi.

Ræst er í hlaupin á mismunandi tíma. Dettifoss hlauparar fara af stað kl. 10:30, frá Hólmatungum er ræst kl. 11:30 og frá Hljóðaklettum fara hlauparar af stað kl. 12:30. Þetta er gert til þess að sem flestir hlauparar komi í mark á svipuðum tíma en einnig til að nýta rútuferðir á rásstaði. 

Tímatöku verður hætt kl. 15:30 og þá fer verlaunaafhendig fram. Þeir sem koma í mark eftir kl 15:30 teljast ekki hafa lokið hlaupinu. Tímamörk í Vesturdal eru 13:30 og þeir sem koma eftir það fá ekki að halda áfram.  

Það eru 5 drykkjarstöðvar á leiðinni frá Dettifoss, 4 drykkjarstöðvar frá Hólmatungum og 3 frá Hljóðaklettum. Hlauparar sem fara frá Dettifossi og Hólmatungum eru hvattir til að hafa með sér drykkjarbelti þar sem langt er á milli drykkjarstöðva efst. Í marki er svo boðið upp á vatn, orkudrykki, gosdrykki, hleðslu, ávexti og súkkulaði. 

Á hlaupadaginn þurfa þátttakendur að mæta í Gljúfrastofu, gestastofu þjóðgarðsins í mynni Ásbyrgis, til að fá hlaupanúmer. Tímasetning mætingar er mismunandi eftir hlaupavegalengd 

 Hlauparar eru vinsamlegast beðnir að virða tímamörkin og vera mættir tímanlega. Hægt er að skipta um föt á salernum í kjallara Gljúfrastofu.

Hér er tímaáætlun fyrir mætingu, brottför og upphaf hlaupa:
Hlaupaleið  Mæting í Gljúfrastofu   Brottför rútu    Hlaupið byrjar kl.
Dettifoss - Ásbyrgi  08:00  09.20  10.30
Hólmatungur - Ásbyrgi  09.20  10.30  11.30
Hljóðaklettar - Ásbyrgi  10.30  11.40  12.30

 

Farið er á rútum að rásmarki á stöðunum þremur (Dettifoss, Hólmatungur, Hljóðaklettar). Aðstæður við rásmark eru mismunandi en gert er ráð fyrir að eftir rútuferðina hafi hlauparar einhverja stund (10-20 mín.) til að liðka sig fyrir hlaupið. Engin búningsaðstaða er við rásmörk og þar eru ekki vatnssalerni, aðeins þurrsalerni. 

Þátttakendur geta skilið eftir merkta poka með hlífðarfötum oþh. í rútunni og nálgast þá við markið í Ásbyrgi að hlaupi loknu. Ekki er tekin ábyrgð á verðmætum í þessum pokum.

Hlauparar eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki á einkabílum að rásmarki. Bílastæðin á hverjum stað eru ekki stór og nauðsynlegt er að rúturnar sem flytja hlaupara geti komist greiðlega til og frá rásmarki. 

Skráning í Jökulsárhlaup hefst kl. 12:00 þann 1. mars. Skráningu og greiðslu þátttökugjalda lýkur kl. 20:00 þann 1. ágúst eða þegar fullt er í hlaupið.

Það eru þrjár vegalengdir í boði, Hljóðaklettar 13km - Hólmatungur 21.2km -
Dettifoss 32.7km Allt frábærar hlaupaleiðir!

Hólmatungur - Ásbyrgi
16.000 kr.

  • Drykkjarstöðvar
  • Rútur í startið
  • Veitingar í marki
  • Öryggisgæsla
  • Bráðaliðar í marki
  • Gott veður :)

Hljóðaklettar - Ásbyrgi
13.000 kr.

  • Drykkjarstöðvar
  • Rútur í startið
  • Veitingar í marki
  • Öryggisgæsla
  • Bráðaliðar í marki
  • Gott veður :)

Nýjustu upplýsingar og myndir úr hlaupinu er hægt að nálgast á facebook síðu hlaupsins


Kort af leiðinni

Search